Grindvíkingar hafa ekki náð sér á strik í vetur og rétt komust inn í úrslitakeppnina í lokaumferðinni en liðið hafnaði í áttunda sæti deildarinnar og mætir það KR í fyrstu umferðinni í næstu viku.
„Ég er hér sem stuðningsmaður Grindavíkur formlega að biðja þig um að koma bara og redda málunum fyrir okkur. Get lofað þér fullum stuðningi frá fólkinu og hef trú að þú myndir skila þínu. Virðingafyllst Nemanja, Grindavík,“ segir Nemó að lokum. Hann setti inn tíst í gærkvöldi þar sem sjá mátti skjáskot af samskiptum hans við Teit.
„Sæll, þetta tímabil er ekki búið og ég er upptekinn með Njarðvík, kv. TÖ,“ fékk Nemó til baka frá Teiti en Nemó var sáttur með að hafa í það minnsta reynt.
Ég allavega reyndi, held ennþá í vonina... #dominos365 pic.twitter.com/EPBoDfO4oj
— Nemanja Latinovic (@NLatinvovic) March 11, 2016