Hönnunarmars: Magnea sýnir nýja línu í kvöld Ritstjórn skrifar 12. mars 2016 11:30 Frá sýningu Magneu í fyrra. Magnea kynnir nýja línu AW16 með óhefðbundinni innsetningu sem fer fram á Dansverkstæðinu Skúlagötu 30, í dag laugardaginn 12. mars klukkan 19.30. Línan er í takt við fyrri verk hönnuðarins, þar sem lögð hefur verið áhersla er á prjón og ferska nálgun á íslenska ull. Munstrin í línunni eru unnin í samstarfi við Laufeyju Jónsdóttur fatahönnuð og teiknara. Þessi ferska nálgun mun endurspeglast í viðburðinum þar sem þær Magnea og Laufey hafa unnið upp úr munstrunum skúlptúr úr ull frá ullarframleiðandanum Ístex sem verður hluti af innsetningunni. Förðunarmeistarinn Guðbjörg Huldís hannaði förðunina fyrir sýninguna, og með henni er sérvalið teymi frá MAC. Theodóra Mjöll sér um hárið með vörum frá label.m. Sýning Magneu vakti mikla athygli á RFF í fyrra, svo unnendur íslenskrar hönnunar ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara. Viðburðurinn er í samstarfi við, Eskimo models, MAC, label.m, Kaupfelagið og Ölgerðina.Förðun og hár á sýningu Magneu í fyrra.Mynd/Vísir Glamour Tíska Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Eiga von á barni Glamour All Saints koma saman á ný Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour "Mér finnst þetta óþægilegt" Glamour
Magnea kynnir nýja línu AW16 með óhefðbundinni innsetningu sem fer fram á Dansverkstæðinu Skúlagötu 30, í dag laugardaginn 12. mars klukkan 19.30. Línan er í takt við fyrri verk hönnuðarins, þar sem lögð hefur verið áhersla er á prjón og ferska nálgun á íslenska ull. Munstrin í línunni eru unnin í samstarfi við Laufeyju Jónsdóttur fatahönnuð og teiknara. Þessi ferska nálgun mun endurspeglast í viðburðinum þar sem þær Magnea og Laufey hafa unnið upp úr munstrunum skúlptúr úr ull frá ullarframleiðandanum Ístex sem verður hluti af innsetningunni. Förðunarmeistarinn Guðbjörg Huldís hannaði förðunina fyrir sýninguna, og með henni er sérvalið teymi frá MAC. Theodóra Mjöll sér um hárið með vörum frá label.m. Sýning Magneu vakti mikla athygli á RFF í fyrra, svo unnendur íslenskrar hönnunar ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara. Viðburðurinn er í samstarfi við, Eskimo models, MAC, label.m, Kaupfelagið og Ölgerðina.Förðun og hár á sýningu Magneu í fyrra.Mynd/Vísir
Glamour Tíska Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Clooney afhjúpar kyn tvíburanna Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Eiga von á barni Glamour All Saints koma saman á ný Glamour „Fiðrildið gengur viljandi á ljósastaur til að sanna fyrir ókunnugum að það er sveimhugi“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kjólarnir á lokakvöldinu í Cannes Glamour "Mér finnst þetta óþægilegt" Glamour