Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 15:01 Mercedes Benz GLC. GVA Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent
Síðustu 11 ár hefur BMW verið söluhæsta lúxusbílamerki heims á undan Mercedes Benz, Audi og Lexus, en það gæti breyst á þessu ári. Í janúar og febrúar hefur Mercedes Benz selt alls 284.566 bíla, BMW 277.304 bíla og Audi 269.650 bíla. Samt sem áður var BMW söluhærra en Benz í febrúar með 143.419 selda bíla á meðan Benz seldi 133.752 bíla. Það eru því heilmiklar sveiflur á milli mánaða. Sala Benz það sem af er ári hefur aukist um 16%, BMW um 8,3% og Audi um 3,6%. BMW á von á því að salan á þeim bænum taki kipp við kynningu nýs BMW X1 jepplings og heils árs sölu á nýlegum 7-series bíl þeirra. Góð sala Benz um þessar mundir á líklega helstu skýringuna í miklu úrvali á jepplingum og jeppum, en mikil eftirspurn er eftir slíkum bílum í heiminum í dag.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent