Lokaumferð Dominos-deildar karla fór fram í kvöld og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni.
Stjarnan lagði Keflavík í hörkuleik og tók þar með annað sætið. Það þýðir að Stjarnan spilar við Njarðvík á meðan Keflavík tekur á móti Stólunum.
Grindavík komst í úrslitakeppnina þar sem Snæfell náði ekki að klára Þór.
Svona lítur úrslitakeppnin út:
KR - Grindavík
Stjarnan - Njarðvík
Keflavík - Tindastóll
Haukar - Þór
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 87-66 | Haukar mæta með átta sigra í röð inn í úrslitakeppnina
Haukar áttu í engum vandræðum með að vinna sinn áttunda leik í röð í Dominos-deild karla þegar liðið vann öruggan sigur á föllnum Hattarmönnum í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í kvöld, en lokatölur urðu 87-66.

Umfjöllun og viðtöl: FSu - Tindastóll 84-114 | Sjöundi sigur Stólanna í röð
Tindastóll vann öruggan sigur á FSu, 84-114, í lokaumferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 69-96 | Auðvelt hjá KR
Deildarmeistarar KR enduðu deildarkeppnina með stæl í Breiðholtinu í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 73-71 | Stjarnan hirti annað sætið
Ótrúlegur leikur í Ásgarði þar sem Keflavík fór illa með góða stöðu í síðari hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 100-85 | Grindavík í úrslitakeppnina
Grindavík komst í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta með því að leggja nágranna sína úr Njarðvík örugglega.