Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 69-96 | Auðvelt hjá KR Elvar Geir Magnússon Í Hertz-hellinum í Breiðholti skrifar 10. mars 2016 21:45 Michael Craion, leikmaður KR. vísir/ernir Deildarmeistarar KR enduðu deildarkeppnina með stæl í Breiðholtinu í kvöld. Fyrir leikinn var allt ráðið hjá þessum liðum. KR hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn á meðan ÍR-ingar voru á leið í sumarfrí. Eitthvað sem menn kannast vel við á þessum árstíma í Breiðholtinu. KR-ingar áttu ekki í vandræðum í kvöld. Byrjuðu af miklum krafti. Það kom smá bakslag í 1. leikhluta og ÍR náði skyndilega forystunni en það var lagað með einu léttu leikhléi. Sigur KR var aldrei í hættu. Maður leiksins var augljóslega Michael Craion með 32 stig og 9 fráköst. Hann var sjóðheitur og ÍR-ingar áttu engin svör. Craion fékk svo að hvíla fjórða leikhlutann og horfa á frá bekknum. Meira er varla um þennan leik að segja. Grindavík verður fyrsti mótherji KR í úrslitakeppninni.ÍR-KR 69-96 (17-23, 20-25, 16-32, 16-16)ÍR: Sveinbjörn Claessen 11/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 10, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Kristján Pétur Andrésson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Daði Berg Grétarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Kristófer Fannar Stefánsson 2, Haraldur Bjarni Davíðsson 0.KR: Michael Craion 32/9 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 12, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Björn Kristjánsson 10, Helgi Már Magnússon 8, Brynjar Þór Björnsson 8/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/11 fráköst/9 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2/4 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 1, Arnór Hermannsson 0.Borche vill vera áfram Þjálfarinn Borche Ilievski Sansa er með áframhaldandi samning við ÍR og allt stefnir í að hann verði áfram með liðið. Hann sagði við Vísi að hann væri orðinn Breiðhyltingur og býr rétt hjá íþróttahúsinu í Seljaskóla. Eins og venja er þarf að ræða við stjórnina eftir tímabilið, þannig sé jú starf þjálfarans, en hans vilji er skýr: Hann vill halda áfram sínu starfi hjá ÍR.Finnur Freyr: Grindvíkingar verða skeinuhættir „Við höfum verið smá loftlausir eftir sigurinn gegn Keflavík. Síðustu leikir hafa verið frekar daprir en þetta var gott í dag," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við gerðum vel í að nýta Craion og hann gerði vel hérna í kvöld. Mikil orka í honum. Flottur." „Þetta er ein keppni. Þetta er keppni sem okkur er annt um, hún sýnir að við höfum verið bestir yfir allt tímabilið. Liðin hafa átt sýna góðu kafla og slæmu en við höfum sýnt stöðugleika allt tímabilið. Ég er gríðarleg ánægður með þetta." „Grindavík er með hörkumannskap sem hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í allan vetur. Þeir verða skeinuhættir og eru góðir. Við erum ekki að fara í neitt auðvelt."Brynjar Þór: Klárum Grindavík vonandi 3-0 „Það er alltaf gaman að vinna titil. Sérstaklega þrisvar í röð," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR. „Mætur maður sagði við mig fyrir mörgum árum síðan að deildarmeistaratitillinn væri erfiðasti titillinn að vinna. Það er frábært að hafa unnið hann þrjú ár. Þú þarft að halda dampi í sex mánuði til að vinna þennan titil.“ „Við þurfum að fara til Grindavíkur og sækja sigur þar. Vonandi klárum við þetta 3-0"Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Deildarmeistarar KR enduðu deildarkeppnina með stæl í Breiðholtinu í kvöld. Fyrir leikinn var allt ráðið hjá þessum liðum. KR hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn á meðan ÍR-ingar voru á leið í sumarfrí. Eitthvað sem menn kannast vel við á þessum árstíma í Breiðholtinu. KR-ingar áttu ekki í vandræðum í kvöld. Byrjuðu af miklum krafti. Það kom smá bakslag í 1. leikhluta og ÍR náði skyndilega forystunni en það var lagað með einu léttu leikhléi. Sigur KR var aldrei í hættu. Maður leiksins var augljóslega Michael Craion með 32 stig og 9 fráköst. Hann var sjóðheitur og ÍR-ingar áttu engin svör. Craion fékk svo að hvíla fjórða leikhlutann og horfa á frá bekknum. Meira er varla um þennan leik að segja. Grindavík verður fyrsti mótherji KR í úrslitakeppninni.ÍR-KR 69-96 (17-23, 20-25, 16-32, 16-16)ÍR: Sveinbjörn Claessen 11/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 10, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Kristján Pétur Andrésson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 6, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Daði Berg Grétarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4, Kristófer Fannar Stefánsson 2, Haraldur Bjarni Davíðsson 0.KR: Michael Craion 32/9 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 12, Darri Hilmarsson 11/8 fráköst, Björn Kristjánsson 10, Helgi Már Magnússon 8, Brynjar Þór Björnsson 8/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/11 fráköst/9 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2/4 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 1, Arnór Hermannsson 0.Borche vill vera áfram Þjálfarinn Borche Ilievski Sansa er með áframhaldandi samning við ÍR og allt stefnir í að hann verði áfram með liðið. Hann sagði við Vísi að hann væri orðinn Breiðhyltingur og býr rétt hjá íþróttahúsinu í Seljaskóla. Eins og venja er þarf að ræða við stjórnina eftir tímabilið, þannig sé jú starf þjálfarans, en hans vilji er skýr: Hann vill halda áfram sínu starfi hjá ÍR.Finnur Freyr: Grindvíkingar verða skeinuhættir „Við höfum verið smá loftlausir eftir sigurinn gegn Keflavík. Síðustu leikir hafa verið frekar daprir en þetta var gott í dag," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við gerðum vel í að nýta Craion og hann gerði vel hérna í kvöld. Mikil orka í honum. Flottur." „Þetta er ein keppni. Þetta er keppni sem okkur er annt um, hún sýnir að við höfum verið bestir yfir allt tímabilið. Liðin hafa átt sýna góðu kafla og slæmu en við höfum sýnt stöðugleika allt tímabilið. Ég er gríðarleg ánægður með þetta." „Grindavík er með hörkumannskap sem hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í allan vetur. Þeir verða skeinuhættir og eru góðir. Við erum ekki að fara í neitt auðvelt."Brynjar Þór: Klárum Grindavík vonandi 3-0 „Það er alltaf gaman að vinna titil. Sérstaklega þrisvar í röð," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR. „Mætur maður sagði við mig fyrir mörgum árum síðan að deildarmeistaratitillinn væri erfiðasti titillinn að vinna. Það er frábært að hafa unnið hann þrjú ár. Þú þarft að halda dampi í sex mánuði til að vinna þennan titil.“ „Við þurfum að fara til Grindavíkur og sækja sigur þar. Vonandi klárum við þetta 3-0"Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira