Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2016 10:18 Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, eru á meðal flutningsmanna frumvarpsins. vísir/vilhelm Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“ Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“
Alþingi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði