Segir auglýsingar ríkisstjórnarinnar augljósa flokkspólitíska ímyndarherferð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar Vísir Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Fullyrðingar forsætisráðherra á þingi í gær um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar eru vafasamar að mati Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svari ráðherra við fyrirspurn Katrínar segir að ríkisstjórnin hafi birt tvær auglýsingar á síðustu þremur árum. Þær hafi kostað rúmar 2,5 milljónir króna. Fyrri auglýsingin hafi verið til að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem skiluðu lækkunum eða niðurfellingu opinberra gjalda. Hin hafi verið til að „vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem rynnu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs.“ Katrín segir vafasamt að fullyrða að seinni auglýsingin hafi varðað almannahagsmuni. „Það er mjög villandi að segja að þeir hafi verið að vekja athygli á einhverri þverpólitískri samstöðu um ráðstöfun fjármagns í fjárlagagerðinni,“ segir hún. Þá sé skrítið að ríkisstjórnin hafi talið sig þurfa að auglýsa fyrir skattfé hvernig hún verji fjármunum þegar hún var í erfiðri stöðu. „Mér finnst þetta vafasöm ráðstöfun á fénu og mér finnst þetta mjög villandi framsetning í svarinu.“ „Auglýsingin var augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi,“ segir Katrín Júlíusdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Mest greitt til Fréttablaðsins vegna auglýsinga. 9. mars 2016 17:06
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði