Tillaga að frumvarpi er ekki frumvarp Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Krafan um breytt vinnubrögð við stjórnun landsins, breytingar í efnahagsmálum og réttlátari skiptingu fjármuna er öflug. Hún hefur lengi verið uppi en sjaldan sterkari en eftir kollsteypuna 2008. Mjög margir sjá breytingar á stjórnarskránni sem mikilvægan lið í því, ég þeirra á meðal. Þess vegna mátti fagna verkefninu sem síðasta ríkisstjórn efndi til: Endurskoðun allrar gömlu stjórnarskrárinnar og gerð nýrrar. Góður þjóðfundur 2010 og snörp lota þjóðkjörins stjórnlagaráðs skilaði af sér hæfri tillögu að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í 114 greinum, auk skýringa, í lok júlí 2011. Eigum við ekki að ræða allt málið æsingalaust?Gagnrýni er góð Vinnubrögðin við endurskoðunarferlið voru gagnrýnd. Í sjálfu sér ekki störf ráðsins, meðan það vann í tæpa fjóra mánuði, heldur flýtirinn: Hraður undirbúningur að kosningu stjórnlagaþings (-ráðs sem svo varð), stutt seta þess og svo skortur á skipulagðri umræðu vítt og breitt í samfélaginu eftir að tillagan lá frammi. Ég gagnrýndi vinnulagið og sá fyrir mér bæði hægari og djúptækari vinnubrögð. Nóg var líka um greinar, af þessum 114, til að ræða og gagnrýna eftir framkomna tillögu. Sérfræðingar, t.d. í lögum, höfðu margt við tillöguna að athuga. Stjórnvöld höfðu síðan ekki frumkvæði að, og forystu fyrir, að virkja almenning til þátttöku í meðhöndlun tillögunnar eins og þeim bar í landi með þingbundnu lýðræði. Til þess voru (og eru) margar leiðir færar með allri samtaka- og félagaflórunni, þjóðfundum, netvæðingu og tilvist stjórnmálaflokka. Alþingi var lítt virkjað í rúmt ár nema til deilna um formsatriði. Í október 2012 fór loks fram leiðbeinandi en því miður lítið forvirkjuð þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.Um hvað var kosið? Valkostirnir um haustið voru ljósir. Sá fyrsti snerist um hvort kjósandi samþykkti eða hafnaði því „að tillagan væri lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þar var hvorki verið að samþykkja eða hafna nýrri stjórnarskrá né tilbúnu frumvarpi, heldur grundvelli að frumvarpi sem Alþingi átti (og á) að láta útbúa. Með þeirri vinnu hefði orðið til frumvarp alveg eins og tillögurnar, lítið breytt eða mikið breytt, eftir umræður, starf innan og utan þings, og nefndarálit skv. gildandi stjórnarskrá. Ekkert af þessu fór fram eins og allir vita. Hina fimm valkostina í atkvæðagreiðslunni muna flestir. Hvað sem minni gagnrýni leið tók ég þátt og krossaði við nær öll já-in, allra fyrst við valkost 1, en varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. Af 236 þúsund kjósendum tóku 116 þúsund þátt og var hlutfallið 43 til 51% eftir kjördæmum. Sannarlega lögleg kosning og ljós úrslit en ekki nægilega víðtæk þegar um sjálfan lagagrunn samfélagsins og kjarna lýðveldisins er að ræða. Fyrsta valkostinn samþykktu 73 þúsund manns eða tæpur þriðjungur atkvæðisbærra manna. Vissulega meirihluti þátttakenda en hlutfallstalan 32% lýsir varla nægilega almennum stuðningi við tillöguna í heild. Hvers vegna gerðist þátttakan ekki betri en raunin varð?Lurða í áhrifamönnum Við tók tímabil aðgerðaleysis, íhaldssemi og lokaðs nefndarstarfs sem náðist með málamiðlun á Alþingi. Og nú liggja linkulegar niðurstöður fyrir. Þær eru bæði gagnrýnisverðar og nokkuð langt frá því sem má ímynda sér að þorri fólks, þrátt fyrir heimasetu of margra 2012, vill sjá af pólitískri umræðu og þróun að dæma. Ég spái engu um framhaldið. Flókið verður að tryggja landinu góða stjórnarskrá og komast nær tillögu stjórnlagaráðs en nú stefnir í. Það plagg, grundvöllur að frumvarpi, á að vera upphafspunktur nýs ferlis. Eitt er þó alveg ljóst: Sumum álitsgjöfum ber að hætta að hamra á að ný stjórnarskrá hafi sama sem verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 - eða á að nú sé ekkert annað fram undan en að Alþingi skutli tillögunni sem fullburða frumvarpi í gegnum þinglegt og þjóðréttarlegt ferli. Meðferð þings á plagginu frá 2011 hefur ekki farið fram í samræmi við niðurstöðurnar frá 2012. Tillagan er enn grunnur en ekki frumvarpið sjálft. Til þess að rétta af kúrsinn þarf nýjan þingheim, nýja ríkisstjórn, og yfirgripsmikla og djúptæka skoðun á greinum 114 sem fæðir af sér eiginlegt frumvarp að stjórnarskrá, eftir vandaða vinnu, og glæðir almennan áhuga á að taka þátt í lifandi umræðu og afgerandi kosningu þegar að henni kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Krafan um breytt vinnubrögð við stjórnun landsins, breytingar í efnahagsmálum og réttlátari skiptingu fjármuna er öflug. Hún hefur lengi verið uppi en sjaldan sterkari en eftir kollsteypuna 2008. Mjög margir sjá breytingar á stjórnarskránni sem mikilvægan lið í því, ég þeirra á meðal. Þess vegna mátti fagna verkefninu sem síðasta ríkisstjórn efndi til: Endurskoðun allrar gömlu stjórnarskrárinnar og gerð nýrrar. Góður þjóðfundur 2010 og snörp lota þjóðkjörins stjórnlagaráðs skilaði af sér hæfri tillögu að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í 114 greinum, auk skýringa, í lok júlí 2011. Eigum við ekki að ræða allt málið æsingalaust?Gagnrýni er góð Vinnubrögðin við endurskoðunarferlið voru gagnrýnd. Í sjálfu sér ekki störf ráðsins, meðan það vann í tæpa fjóra mánuði, heldur flýtirinn: Hraður undirbúningur að kosningu stjórnlagaþings (-ráðs sem svo varð), stutt seta þess og svo skortur á skipulagðri umræðu vítt og breitt í samfélaginu eftir að tillagan lá frammi. Ég gagnrýndi vinnulagið og sá fyrir mér bæði hægari og djúptækari vinnubrögð. Nóg var líka um greinar, af þessum 114, til að ræða og gagnrýna eftir framkomna tillögu. Sérfræðingar, t.d. í lögum, höfðu margt við tillöguna að athuga. Stjórnvöld höfðu síðan ekki frumkvæði að, og forystu fyrir, að virkja almenning til þátttöku í meðhöndlun tillögunnar eins og þeim bar í landi með þingbundnu lýðræði. Til þess voru (og eru) margar leiðir færar með allri samtaka- og félagaflórunni, þjóðfundum, netvæðingu og tilvist stjórnmálaflokka. Alþingi var lítt virkjað í rúmt ár nema til deilna um formsatriði. Í október 2012 fór loks fram leiðbeinandi en því miður lítið forvirkjuð þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.Um hvað var kosið? Valkostirnir um haustið voru ljósir. Sá fyrsti snerist um hvort kjósandi samþykkti eða hafnaði því „að tillagan væri lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þar var hvorki verið að samþykkja eða hafna nýrri stjórnarskrá né tilbúnu frumvarpi, heldur grundvelli að frumvarpi sem Alþingi átti (og á) að láta útbúa. Með þeirri vinnu hefði orðið til frumvarp alveg eins og tillögurnar, lítið breytt eða mikið breytt, eftir umræður, starf innan og utan þings, og nefndarálit skv. gildandi stjórnarskrá. Ekkert af þessu fór fram eins og allir vita. Hina fimm valkostina í atkvæðagreiðslunni muna flestir. Hvað sem minni gagnrýni leið tók ég þátt og krossaði við nær öll já-in, allra fyrst við valkost 1, en varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. Af 236 þúsund kjósendum tóku 116 þúsund þátt og var hlutfallið 43 til 51% eftir kjördæmum. Sannarlega lögleg kosning og ljós úrslit en ekki nægilega víðtæk þegar um sjálfan lagagrunn samfélagsins og kjarna lýðveldisins er að ræða. Fyrsta valkostinn samþykktu 73 þúsund manns eða tæpur þriðjungur atkvæðisbærra manna. Vissulega meirihluti þátttakenda en hlutfallstalan 32% lýsir varla nægilega almennum stuðningi við tillöguna í heild. Hvers vegna gerðist þátttakan ekki betri en raunin varð?Lurða í áhrifamönnum Við tók tímabil aðgerðaleysis, íhaldssemi og lokaðs nefndarstarfs sem náðist með málamiðlun á Alþingi. Og nú liggja linkulegar niðurstöður fyrir. Þær eru bæði gagnrýnisverðar og nokkuð langt frá því sem má ímynda sér að þorri fólks, þrátt fyrir heimasetu of margra 2012, vill sjá af pólitískri umræðu og þróun að dæma. Ég spái engu um framhaldið. Flókið verður að tryggja landinu góða stjórnarskrá og komast nær tillögu stjórnlagaráðs en nú stefnir í. Það plagg, grundvöllur að frumvarpi, á að vera upphafspunktur nýs ferlis. Eitt er þó alveg ljóst: Sumum álitsgjöfum ber að hætta að hamra á að ný stjórnarskrá hafi sama sem verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 - eða á að nú sé ekkert annað fram undan en að Alþingi skutli tillögunni sem fullburða frumvarpi í gegnum þinglegt og þjóðréttarlegt ferli. Meðferð þings á plagginu frá 2011 hefur ekki farið fram í samræmi við niðurstöðurnar frá 2012. Tillagan er enn grunnur en ekki frumvarpið sjálft. Til þess að rétta af kúrsinn þarf nýjan þingheim, nýja ríkisstjórn, og yfirgripsmikla og djúptæka skoðun á greinum 114 sem fæðir af sér eiginlegt frumvarp að stjórnarskrá, eftir vandaða vinnu, og glæðir almennan áhuga á að taka þátt í lifandi umræðu og afgerandi kosningu þegar að henni kemur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun