Haukar og Njarðvík fá tækifæri til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.
Haukar sækja Þór Þorlákshöfn heim á meðan Njarðvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn.
Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15 og verða sýndir í beinni útsendingu á Sportstöðvunum.
Leikur Þórs og Hauka verður á Stöð 2 Sport HD og leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar á Stöð 2 Sport 2 HD.
Þá verður Körfuboltakvöld í Þorlákshöfn í kvöld en þar verður yfir málin fyrir og eftir leik. Útsendingin hefst klukkan 18:40. Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson verða gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í kvöld.
Þá verða báðir leikirnir að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi.
