Abel fær viðeigandi jarðarför í Úganda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2016 13:58 Abel Dhaira í leik með ÍBV. Vísir/Stefán Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
„Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52
„Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34
Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16
Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41
Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17
Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01