Abel fær viðeigandi jarðarför í Úganda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2016 13:58 Abel Dhaira í leik með ÍBV. Vísir/Stefán Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Unnið er að því að koma jarðneskum leifum Abel Dhaira aftur heim til Úganda að sögn Óskars Arnar Ólafssonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV. Er sú vinna langt komin að hans sögn. „Það ferli hófst í gær og erum við í nánu samstarfi við fjölskyldu hans,“ sagði Óskar Örn í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig: Abel Dhaira látinn Fjölmiðlar í Úganda hafa flutt misvísandi fréttir af því hvernig næstu skref verða í máli Abel sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein í gær en Óskar segir engan vafa á því að jarðneskar leifar hans verða fluttar heim. „Hann mun fá viðeigandi jarðarför í Úganda,“ sagði Óskar Örn.Knattspyrnusamband Úganda tilkynnti á heimasíðu sinni að það muni taka að sér að skipuleggja útför hans í samstarfi við föður hans, Bright Dhaira. Fimm manna nefnd hafi þar að auki verið skipuð til að hafa yfirumsjón með flutningi jarðneskra leifa hans til heimalandsins og útför hans þar.Vísir/VilhelmBókhaldið verður opnað Óskar kvaðst ekki hafa verið í beinu sambandi við knattspyrnusamband Úganda en sagði ÍBV reiðubúið að aðstoða á hvern hátt sem kostur er. „Þetta krefst mikillar vinnu og skipulagningar en við erum reiðubúin að hjálpa eins og við getum,“ sagði Óskar Örn en fjármunir sem söfnuðust í söfnun til styrktar Abel verða notaðir til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af því að koma Abel til hinstu hvílu í Úganda. Óskar segir enn fremur að bókhaldið í söfnuninni verði opnað. „Það verður allt sett upp á yfirborðið með það. Á því er enginn vafi.“ Erlendir miðlar hafa greint frá andláti Abel, til að mynda BBC og Mirror. Þá hafa fjölmargir hafa minnst markvarðarins öfluga á samfélagsmiðlum, bæði í Úganda sem og á Íslandi. Mínútuþögn verður fyrir landsleik Úganda og Búrkína Fasó í undankeppni Afríkukeppninnar 2017 sem fram fer á morgun. Tonny Mawejje, leikmaður Þróttar og fyrrum samherji Abel hjá ÍBV, er í landsliðshópi Úganda.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52 „Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34 Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16 Abel Dhaira látinn Stuttri baráttu við krabbamein lauk í dag. 27. mars 2016 15:15 Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41 Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17 Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
„Skemmtilegur viðburður af döpru tilefni“ Páll Magnússon segir að krabbamein hafi á örfáum vikum dreift sér víða um líkama Abel Dhaira. 6. mars 2016 09:52
„Ég er djúpt snortinn og Abel er orðlaus“ Fjölmörg knattspyrnulið hafa styrkt markvörðinn Abel Dhaira sem berst nú við erfiðan sjúkdóm. 15. febrúar 2016 13:34
Allt breyttist þegar mamma Abel kom til landsins Abel Dhaira gefur hvergi eftir í baráttunni við krabbameinið og ætlar að taka annað tímabil með ÍBV. 16. mars 2016 14:16
Gunnleifur setur upp styrktarleik fyrir Abel Úrvalslið Pepsi-deildarinnar mætir úrvalsliði ÍBV í Kórnum sunnudaginn 6. mars. 25. febrúar 2016 13:41
Fjársöfnun fyrir Abel Knattspyrnudeild ÍBV staðfestir í fréttatilkynningu í dag að markvörður félagsins, Abel Dhaira, sé að glíma við krabbamein í kviðarholi. 11. febrúar 2016 17:17
Tryggvi þurfti stiga til að komast í leikinn | Myndir frá styrktarleik Abel Dhaira Helstu stjörnur Pepsi-deildarinnar mæta nú- og fyrrverandi leikmönnum ÍBV í styrktarleik í Kórnum fyrir markvörðinn Abel Dhaira sem glímir við krabbamein. 6. mars 2016 00:01