Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, segir að Haukar séu betri án útlendingsins, Brandon Mobley, en Mobley var rekinn út úr húsi í leik liðanna í kvöld.
Mobley var rekinn útaf eftir viðskipti sín við Davíð Arnar Ágútsson, en Haukarnir voru í sókn þegar Davíð féll til jarðar. Eftir mikinn dómarafund ákvöðu dómararnir að senda Mobley út úr húsi og á leið sinni út úr húsi lenti hann meðal annars í orðaskiptum við Einar.
„Þetta er annar leikurinn í röð sem hann olnbogar mann í framan. Hann átti nátturlega að fara útaf í síðasta leik líka þannig það var kominn tími til. Haukarnir eru betri án hans fyrir mér,” sagði Einar og hélt áfram:
„Þeir eru mikla meira lið án hans. Hann er hæfileikaríkur, en smitar ekki vel frá sér. Hann er tuðandi í dómurum, olnbogar menn, hótar fólki og þeir eru mikli betri án hans. Ég lít ekki á að við séum á leið í auðvelt verkefni þó Haukarnir séu án hans, síður en svo.”
Umfjöllun og ítarlegri viðtöl má finna hér fyrir neðan.
Einar Árni um Mobley: Átti líka að reka hann út af í síðasta leik

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 84-75 | Haukar í lykilstöðu
Haukar misstu kanann sinn af velli í fyrsta leikhluta en unnu samt afar mikilvægan sigur á Þór Þorlákshöfn.