NBA-leikmaðurinn skráði sig í HeForShe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 15:30 Pétur Guðmundsson skráir sig á fundinum í dag. Hér er hann með Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi og Hannesi Jónssyni, formannni KKÍ. Vísir/Ernir Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira