„Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. mars 2016 22:10 Trump og Cruz keppast um að verða forsetaefni Repúblíkana. Eru þó sammála um margt. Visir/Getty Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36
Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00
Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04
Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11