Audi stöðvar tímabundið framleiðslu í Brussel Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 16:12 Úr verksmiðju Audi í Brussel. Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Í kjölfar árásanna í Brussel hefur Audi lokað bílaverksmiðju sinni í borginni og sent þá 1.100 starfsmenn sem voru að störfum heim. Þeir starfsmenn sem mæta eiga á vakt í fyrramálið hafa ekki enn verið afboðaðir, en það gæti breyst með þróun atburða seinni hluta dags. Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmanna Audi í Brussel hafi orðið fyrir meiðslum í árásinni í dag. Öryggisgæsla í verksmiðjunni og kringum hana hefur verið efld. Mörg önnur fyrirtæki í Brussel hafa lokað í dag og sent starfsfólk sitt heim. Á hverri vakt í verksmiðju Audi eru smíðaðir 250 Audi A1 bílar, en Audi telur sig geta unnið upp þá framleiðslu síðar. Alls vinna 2.500 manns í verksmiðju Audi í Brussel og þar er starfað á tvískiptum vöktum. Í þessari verksmiðju sem smíðar nú Audi bíla og staðsett er í suðurhluta Brussel voru áður smíðaðir Volkswagen Golf bílar.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent