Warriors-liðið vann þá fimm stiga sigur á Minnesota Timberwolves, 109-104. Klay Thompson skoraði 17 stig í leiknum en það var hvernig hann skoraði þessi stig sem vakti mesta athygli.
Klay Thompson klikkaði nefnilega á öllum níu tveggja stiga skotum sínum í leiknum en var síðan með hundrað prósent skotnýtingu í skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.
Thompson tók fjögur tveggja stiga skot í fyrsta leikhlutanum sem klikkuðu öll en hann hitti úr báðum þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum, eitt í hvorum leikhluta. Thompson klikkaði á fjórum tveggja stiga skotum í þriðja leikhlutanum en hitti þá úr þremur þriggja stiga skotum. Í lokaleikhlutanum tók Klay Thompson aðeins eitt skot og það var tveggja stiga skot sem klikkaði.
Klay Thompson er með 50,8 prósent tveggja stiga skotnýtingu og 42,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu á þessu tímabili en hann er að skorað 22,0 stig að meðaltali í leik.
ESPN tók saman skotkort Klay Thompson í leiknum sem var afar skrautlegt eins og sjá má hér fyrir neðan.
Klay Thompson was perfect from 3, imperfect from 2 (0-9 on 2-point FG) pic.twitter.com/Yl7Pob9UTz
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 22, 2016