Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 13:01 „Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57