Golf

Ótrúlegur hringur Rúnars | Spilaði á 62 höggum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Rúnar Arnórsson, kylfingur úr Keili og Minnesota-háskólanum, átti ótrúlegan hring á fyrsta keppnisdegi Barona Cup-háskólamótsins sem nú stendur yfir.

Rúnar spilaði á 62 höggum í gær eða tíu höggum undir pari vallarins. Hann fékk einn örn, átta fugla og paraði hinar átta holurnar á vellinum.

Hann var langfyrstur eftir fyrsta keppnisdaginn og þegar þessi orð eru skrifuð var hann á þremur höggum undir pari eftir tíu holur á öðrum keppnisdegi, samtals þrettán höggum undir pari.

Nánari upplýsingar um gang mótsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×