Kona sem var áhorfandi á leik Villarreal og Barcelona í gær úlnliðsbrotnaði eftir að hafa fengið í sig bolta eftir skot Lionel Messi.
Skot Messi á 15. mínútu leiksins fór hátt yfir mark Villarreal og upp í stúku á El Madrigal-vellinum.
Konan bar fyrir sig höndina þegar boltinn barst að henni og hafa spænskir fjölmiðlar nú staðfest að hún úlnliðsbrotnaði.
Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi bar hún sig nokkuð illa eftir atvikið og féll í yfirlið þegar hún fékk aðhlynningu. Líðan hennar í dag er þó eftir atvikum góð.
Úlnliðsbrotnaði eftir skot frá Messi | Myndband
Tengdar fréttir

Barcelona henti frá sér tveggja marka forystu
Barcelona glutraði niður tveggja marka forskoti gegn Villareal í dag í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en lokatölur urðu 2-2.