Þrír Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en fjórir leikir í annari umferð deildarinnar fóru fram í dag.
Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu í fyrsta leik sínum með Bodö/Glimt og virtist ætla að gera það aftur í dag gegn Lilleström.
Milan Jevtovic kom Bodö/Glimt yfir á tólftu mínútu, en Malaury Martin jafnaði metin fyrir Lilleström á 83. mínútu og lokatölur 1-1.
Árni Vilhjálmsson spilaði í 58 mínútur fyrir Lilleström, en Rúnar Kristinsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfa liðið. Hannes stóð vaktina í marki Bodö/Glimt.
Lilleström er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina, en Bodö/Glimt er með fjögur stig.
Björn Daníel Sverrisson var ekki á skotskónum í dag eins og í fyrsta leik Viking, en Viking gerði markalaust jafntefli við Sarpsborg á heimavelli í dag.
FH-ingurinn spilaði allan leikinn, en Viking er með fjögur stig eftir leikina tvo. Sarpsborg er með eitt.
Brann og Odd Ballklubb gerðu markalaust jafntefli og Sogndal vann 1-0 sigur á Vålerenga. Elías Már Ómarsson kom inná sem varamaður á 64. mínútu.
Vålerenga er með 0 stig eftir leikina tvo, en Sogndal er með þrjú stig.
Hannes fékk á sig fyrsta markið hjá Bodö/Glimt
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl
Enski boltinn


Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn
