Barnalegar NBA-stjörnur fengu báðir tæknivillu á sama tíma | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2016 23:30 DeMarcus Cousins og Rajon Rondo rífast mikið við dómara og oft í einum kór. Vísir/Getty DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016 NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira