Stjarnan og Njarðvík spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn fer fram á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Ef marka má gengi Njarðvíkinga í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár þá eru þeir að fara að vinna oddaleikinn í Garðabæ í kvöld og tryggja sér með því undanúrslitaeinvígi á móti Íslandsmeisturum KR.
Njarðvíkingar hafa nefnilega unnið og tapað á víxl í öllum leikjum sínum í úrslitakeppni frá og með vorinu 2014. Þeir töpuðu síðasta leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík og ættu því að fagna sigri í kvöld.
Njarðvík tapaði tveimur leikjum í röð í einvígi sínu á móti Grindavík í átta liða úrslitum 2014. Njarðvík vann fjórða leikinn og hefur síðan hvorki tapað tveimur leikjum í röð eða unnið tvo leiki í röð í úrslitakeppninni.
Þetta er fjórða einvígi Njarðvíkinga í röð í úrslitakeppninni sem endar með oddaleik en liðið vann Stjörnuna í oddaleik í fyrra en tapaði fyrir KR í undanúrslitum 2015 og á móti Grindavík í átta liða úrslitum 2014.
Síðustu sautján leikir Njarðvíkur í úrslitakeppninni:
Undanúrslit 2014
Leikur 3: 89-73 tap fyrir Grindavík
Leikur 4: 77-68 sigur á Grindavík
Leikur 5: 120-95 tap fyrir Grindavík
8 liða úrslit 2015
Leikur 1: 88-82 sigur á Stjörnunni (Framlengt)
Leikur 2: 89-86 tap fyrir Stjörnunni
Leikur 3: 92-86 sigur á Stjörnunni
Leikur 4: 96-94 tap fyrir Stjörnunni
Leikur 5: 92-73 sigur á Stjörnunni
Undanúrslit 2015
Leikur 1: 79-62 tap fyrir KR
Leikur 2: 85-84 sigur á KR
Leikur 3: 83-75 tap fyrir KR
Leikur 4: 97-81 sigur á KR
Leikur 5: 102-94 tap fyrir KR (Tvíframlengt)
8 liða úrslit 2016
Leikur 1: 65-62 sigur á Stjörnunni
Leikur 2: 82-70 tap fyrir Stjörnunni
Leikur 3: 73-68 sigur á Stjörnunni
Leikur 4: 83-68 tap fyrir Stjörnunni
Njarðvíkingar hafa unnið og tapað á víxl í 17 leikjum í röð í úrslitakeppninni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
