Beyoncé hannar ræktarfatnað Ritstjórn skrifar 31. mars 2016 16:45 Drottningin sjálf, Beyoncé, hefur hannað sína eigin fatalínu sem hún kallar Ivy Park. Fatalínan sem inniheldur íþróttafatnað, er væntanleg í verslanir þann 14.apríl, en hún verður einungis fáanleg í nokkrum útvöldum verslunum eins og Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom. Línan er hönnuð í samstarfi við Sir Phillip Green, stofnanda Topshop og einkennist af svörtum, hvítum og gráum íþróttafatnaði eins og hettupeysum, leggings æfingabuxum, íþróttatoppum og derhúfum svo eitthvað sé nefnt. Nú er bara að bíða og vona að línan rati hingað til lands, því ef það er eitthvað sem okkur langar þá er það að vera eins og Bey í ræktinni, Flawless. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband línunnar, en þar útskýrir Beyoncé meininguna á bakvið nafnið á merkinu, Ivy Park. Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fáum innblástur frá Frökkunum Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour
Drottningin sjálf, Beyoncé, hefur hannað sína eigin fatalínu sem hún kallar Ivy Park. Fatalínan sem inniheldur íþróttafatnað, er væntanleg í verslanir þann 14.apríl, en hún verður einungis fáanleg í nokkrum útvöldum verslunum eins og Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom. Línan er hönnuð í samstarfi við Sir Phillip Green, stofnanda Topshop og einkennist af svörtum, hvítum og gráum íþróttafatnaði eins og hettupeysum, leggings æfingabuxum, íþróttatoppum og derhúfum svo eitthvað sé nefnt. Nú er bara að bíða og vona að línan rati hingað til lands, því ef það er eitthvað sem okkur langar þá er það að vera eins og Bey í ræktinni, Flawless. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband línunnar, en þar útskýrir Beyoncé meininguna á bakvið nafnið á merkinu, Ivy Park.
Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fáum innblástur frá Frökkunum Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour