Körfubolti

Vúdú-prestur segir að það séu álög á Pelíkönunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gentry kvartar hér í dómara. Kannski út af meiðslunum.
Gentry kvartar hér í dómara. Kannski út af meiðslunum. vísir/getty
NBA-liðið New Orleans Pelicans hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli í vetur og þjálfari liðsins, Alvin Gentry, þiggur alla hjálp.

„Ég mun senda út tilkynningu um alla borg í leit að leikmönnum. Við þurfum vúdú-lækni eða eitthvað til þess að finna beinin undir húsinu. Við verðum að gera eitthvað því þetta er að verða brandari,“ sagði Gentry eftir að Alonzo Gee og Jrue Holiday meiddust.

Gentry var nú líklega að grínast með vúdú-lækninn en vúdú-presturinn Belfazaar Ashantison er ekkert að grínast. Hann hefur verið vúdú-prestur í New Orleans í 14 ára og segist geta lagað stöðuna.

„Ég trúi því að það séu álög á liðinu. Það er neikvæð orka í kringum liðið,“ sagði Ashantison.

Pelíkanarnir hafa aðeins unnið 27 leiki í vetur og tapað 46. Þegar hafa fimm leikmenn helst úr lestinni til loka leiktíðar vegna meiðsla.

Þeir þurfa þó ekki að örvænta því vúdú-presturinn er klár í að hjálpa.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×