Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2016 10:45 Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. Kári byrjaði á bekknum líkt og í þriðja leiknum í einvíginu en kom fljótlega inn á. Þessi 18 ára strákur var með átta stig í hálfleik en í seinni hálfleik var hann sjóðheitur og skoraði 20 stig. Kári lauk leik með 30 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar og var stigahæstur allra á vellinum. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu Kára mann leiksins í gær og hann mætti í settið til þeirra eftir leik. „Ég er mjög glaður og sérstaklega yfir karakternum í liðinu. Við erum 14 stigum undir í hálfleik, enginn Kani og þeir að eiga dúndurleik. Það voru ekki margir sem höfðu trú á okkur þarna en við stigum virkilega upp og vörnin okkar var frábær í seinni hálfleik,“ sagði Kári um leikinn í gær sem var rosalegur. Til marks um það skiptust liðin 14 sinnum á forystunni í leiknum og 13 sinnum var staðan jöfn. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem Haukar reyndust sterkari. Kári meiddist í fyrsta leiknum gegn Þór eftir harða hindrun frá Ragnari Nathanealssyni. Hann missti af þeim sökum af leik tvö en spilaði mikið í tveimur síðustu leikjunum í einvíginu þrátt fyrir að byrja á bekknum í þeim báðum. Kári segist vera búinn að ná sér að mestu leyti af meiðslunum. „Ég er aumur í öxlum og aðeins í baki,“ sagði Kári áður en Fannar Ólafsson stoppaði hann af og sagði honum að hætta að væla. „Nú ég ætla ég að kenna þér eitt. Nú skaltu hætta þessu væli. Þú ert að fara alla leið núna,“ sagði gamli landsliðsmiðherjinn við Kára sem var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino's deildarinnar fyrr í mánuðinum.Viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. Kári byrjaði á bekknum líkt og í þriðja leiknum í einvíginu en kom fljótlega inn á. Þessi 18 ára strákur var með átta stig í hálfleik en í seinni hálfleik var hann sjóðheitur og skoraði 20 stig. Kári lauk leik með 30 stig, átta fráköst og fjórar stoðsendingar og var stigahæstur allra á vellinum. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu Kára mann leiksins í gær og hann mætti í settið til þeirra eftir leik. „Ég er mjög glaður og sérstaklega yfir karakternum í liðinu. Við erum 14 stigum undir í hálfleik, enginn Kani og þeir að eiga dúndurleik. Það voru ekki margir sem höfðu trú á okkur þarna en við stigum virkilega upp og vörnin okkar var frábær í seinni hálfleik,“ sagði Kári um leikinn í gær sem var rosalegur. Til marks um það skiptust liðin 14 sinnum á forystunni í leiknum og 13 sinnum var staðan jöfn. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem Haukar reyndust sterkari. Kári meiddist í fyrsta leiknum gegn Þór eftir harða hindrun frá Ragnari Nathanealssyni. Hann missti af þeim sökum af leik tvö en spilaði mikið í tveimur síðustu leikjunum í einvíginu þrátt fyrir að byrja á bekknum í þeim báðum. Kári segist vera búinn að ná sér að mestu leyti af meiðslunum. „Ég er aumur í öxlum og aðeins í baki,“ sagði Kári áður en Fannar Ólafsson stoppaði hann af og sagði honum að hætta að væla. „Nú ég ætla ég að kenna þér eitt. Nú skaltu hætta þessu væli. Þú ert að fara alla leið núna,“ sagði gamli landsliðsmiðherjinn við Kára sem var valinn besti leikmaður seinni hluta Domino's deildarinnar fyrr í mánuðinum.Viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira