David Cameron opnar bókhaldið Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2016 23:49 David Cameron. Vísir/Getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, borgaði um 76 þúsund pund í skatt af 200 þúsund pundum sem hann hafði í tekjur frá árinu 2014 til ársins 2015. Þetta kemur fram í upplýsingum sem forsætisráðherrann hefur opinberað í skugga gagnrýni sem hann hefur fengið á sig fyrir að hafa hagnast á aflandsfélagi sem faðir hans, Ian Cameron, átti í skattaskjóli. Í íslenskum krónum borgaði Cameron því um 13 milljónir í skatt af 34 milljónum sem hann hafði í tekjur, sé miðað við gengi dagsins í dag, á þessu tímabili. Cameron hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki greint frá eign sinni í aflandsfélagi föður síns og viðurkenndi að hann hefði getað gert betur þegar kemur að því að greina frá fjárhagslegum hagsmunum sínum. Hann hélt því þó fram að hafa ávallt greitt skatt af öllum þeim tekjum sem hann hafði af fyrirtækinu.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Cameron hafa tilkynnt um stofnun nýs aðgerðahóps sem á að rannsaka ásakanir um skattaundanskot breskra ríkisborgara. Í upplýsingunum sem Cameron hefur opinberað kemur fram að hann og eiginkona hans, Samantha Cameron, högnuðust um 19 þúsund pund, sem nemur um 3,2 milljónum íslenskra króna, vegna sölunnar á hlut þeirra í aflandsfélagi föður Camerons, Blairmore Holdings, árið 2010. David Cameron gaf upp 9.500 pund af þeim söluhagnaði til skatts. Upplýsingar um tengsl Camerons við þetta félag fengust í gegnum Panama-gögnin. Þar var að finna nafn föður hans, Ian Cameron, sem hafði verið í viðskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca þegar hann stofnaði aflandsfélagið Blairmore Holdings. Cameron hafði lofað að opinbera gögn um fjármál sín til ársins 2012 en gekk lengra og opinberaði bókhald sitt sem nær yfir síðastliðin sjö ár, eða frá árinu 2009.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30 Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
House of Cards „trolla“ David Cameron Myndskeið þáttanna við gamalt tíst forsætisráðherra Bretlands hefur slegið í gegn. 8. apríl 2016 13:30
Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag David Cameron hagnaðist á hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Hann segist hafa greitt alla skatta sem greiða átti af hagnaðinum. 8. apríl 2016 21:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15