Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningar Höskuldur Kári Schram skrifar 9. apríl 2016 18:30 Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira