Sjáðu fyrstu ræðu Lilju á þingi: „Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 13:00 Lilja Alfreðsdóttir í ræðustól á Alþingi. Alþingi „Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Panama-skjölin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
„Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Panama-skjölin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira