Bjarni á Alþingi í dag: „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 11:49 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn. Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn.
Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59