Segir að út frá prinsippi sé ekki munur á aflandsfélagi sínu og Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 20:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum. Panama-skjölin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum.
Panama-skjölin Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda