Sigmundur Davíð segist ekki verða aftursætisbílstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2016 19:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira