Innlent

Þrjú þúsund manns krefjast kosninga strax

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kosningar strax segja þeir sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlistann í dag.
Kosningar strax segja þeir sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlistann í dag. Vísir/Skjáskot
Þrjú þúsund hafa skráð nafn sitt í undirskriftarsöfnun sem fór í loftið í dag. Með söfnuninni er þess krafist að gengið verði til kosninga samstundis vegna þess að „núverandi ríkisstjórn hefur haft þjóðina að fífli“.

Ný ríkisstjórn tók við á ríkisráðsfundi milli þrjú og fjögur í dag og er Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hennar eins og kunnugt er. Hann kveður því sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið en maður kemur í manns stað og við því tekur fyrrum utanríkisráðherra; Gunnar Bragi Sveinsson. Nýr ráðherra í ríkisstjórn, Lilja Alfreðsdóttir, verður utanríkisráðherra.

Ljóst er að ekki ríkir fullkomin sátt um þessa nýju ríkisstjórn sem hefur þó lýst því yfir að hún vonist til þess að fá frið í því skyni að ljúka nokkrum mikilvægum málum. Ekki hefur fengist nánari útlistun á því hvað mál þetta eru en hafa gjaldeyrishöftin verið nefnd í þessu samhengi.

Undirskriftarlistann má nálgast hér.  

Alls 30.279 undirskriftir söfnuðust á undirskriftarlistann „Sigmundur Davíð, þér er sagt upp störfum“ en hann var afhentur forseta í dag


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×