Erlent

Pútín þvertekur fyrir spillingu vegna Panamaskjalanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vladimir Putin forseti Rússlands.
Vladimir Putin forseti Rússlands. Vísir/EPA
Vladimir Putin, forseti Rússlands, þvertekur fyrir að tengjast spillingu á nokkurn hátt. Hann segir óvini sína reyna að draga úr stöðugleika Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um Panamaskjölinn.

Samkvæmt skjölunum tengjast margir af bestu vinum forsetans aflandsfélögum sem talið er að hafi verið notuð til fjárþvottar. Nafn Putin kemur þó hvergi fram.

„Þeir óttast einingu rússnesku þjóðarinnar og þess vegna eru þeir að reyna að hrista okkur innan frá, svo við verðum hlýðnari,“ sagði Putin samkvæmt frétt BBC.

Tónlistarmaðurinn Serkei Roldugin er einn af bestu vinum Putin en samkvæmt skjölunum á hann tvö félög sem hafa hagnast um milljónir dala.

Putin segist stoltur af því að þekkja Roldugin, en þeir hafa þekkst frá því þeir voru táningar. Hann er guðfaðir einnar dóttur Putin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×