„Þú verður að spyrja strákana í Framsókn að því“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 12:42 Vigdís Hauksdóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádeginu. „Ég er orðin svo vön að ég er alveg hætt að taka það nærri mér,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, um þá staðreynd að hún er ekki ráðherraefni flokksins. Lilja Alfreðsdóttir mun taka við embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi klukkan 15 í dag. Þegar ljóst var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar úr embætti forsætisráðherra varð ljóst að fylla þyrfti eitt ráðherrasæti í nýrri ríkisstjórn. Vigdís var nefnd til sögunnar, líkt og árið 2013, en hlotnaðist ekki embættið. Vigdís segir eftirsjá að Sigmundi Davíð. „Já, ég dauðsé á eftir Sigmundi Davíð úr forsætisráðherraembættinu því þjóðin er búin að fara í gegnum stórkostlega tíma Hann eigi framtíð fyrir sér, hvort sem er í stjórnmálum eða annars staðar. „Hann getur valið það sem hann vill vera, hann hefur það mikla yfirsýn og er það klár að hann á framtíð fyrir sér í stjórnmálum eða hvar sem hann kýs að drepa niður fæti í framtíðinni.“ Aðspurð hvort hún telji að Sigmundur Davíð muni ekki stjórna málunum áfram á bak við tjöldin segir: „Þú verður að spyrja strákana sem stjórna framsókn að því hvernig þeir ætla að gera það,“ segir Vigdís sem er formaður fjárlaganefndar. „Ég er kannski bara í aftursætinu sem formaður fjárlaganefndar, að ég hafi verið það síðan í kosningunum 2013,“ segir Vigdís og brosir. Hún vonast til þess að nú skapist ró í samfélaginu og hugnast það best að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við stjórnarandstöðuna um tíu til fimmtán forgangsmál til að koma í gegnum þingið fyrir kosningar sem boðaðar hafa verið síðar á árinu. Panama-skjölin Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Ég er orðin svo vön að ég er alveg hætt að taka það nærri mér,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, um þá staðreynd að hún er ekki ráðherraefni flokksins. Lilja Alfreðsdóttir mun taka við embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi klukkan 15 í dag. Þegar ljóst var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar úr embætti forsætisráðherra varð ljóst að fylla þyrfti eitt ráðherrasæti í nýrri ríkisstjórn. Vigdís var nefnd til sögunnar, líkt og árið 2013, en hlotnaðist ekki embættið. Vigdís segir eftirsjá að Sigmundi Davíð. „Já, ég dauðsé á eftir Sigmundi Davíð úr forsætisráðherraembættinu því þjóðin er búin að fara í gegnum stórkostlega tíma Hann eigi framtíð fyrir sér, hvort sem er í stjórnmálum eða annars staðar. „Hann getur valið það sem hann vill vera, hann hefur það mikla yfirsýn og er það klár að hann á framtíð fyrir sér í stjórnmálum eða hvar sem hann kýs að drepa niður fæti í framtíðinni.“ Aðspurð hvort hún telji að Sigmundur Davíð muni ekki stjórna málunum áfram á bak við tjöldin segir: „Þú verður að spyrja strákana sem stjórna framsókn að því hvernig þeir ætla að gera það,“ segir Vigdís sem er formaður fjárlaganefndar. „Ég er kannski bara í aftursætinu sem formaður fjárlaganefndar, að ég hafi verið það síðan í kosningunum 2013,“ segir Vigdís og brosir. Hún vonast til þess að nú skapist ró í samfélaginu og hugnast það best að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við stjórnarandstöðuna um tíu til fimmtán forgangsmál til að koma í gegnum þingið fyrir kosningar sem boðaðar hafa verið síðar á árinu.
Panama-skjölin Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira