Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á. Vísir/Pjetur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir trúnaðarbrest milli stjórnmálamanna og almennings í kjölfar uppljóstrunar um eigur Íslendinga í skattaskjólum enn til staðar. Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, segir að skoða þurfi siðareglur þingmanna og hagsmunaskráningu vegna málsins. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Katrín sagði í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við umfjöllun um skattaskjól Íslendinga, meðal annarra fráfarandi forsætisráðherra, ekki hafa verið þau að fordæma þá staðreynd að Íslendingar virðist eiga heimsmet í eignum í skattaskjólum. Á þessu þurfi að taka. „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði hinsvegar þegar hann var spurður að það væri auðvitað talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Katrín og átti við Sigurð Inga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda áfram að verja heimsmet Íslendinga eða ætlar hann að taka upp aðra stefnu í þessu máli?“ Sigurður Ingi sagði í svari sínu meðal annars að hann væri ekki enn orðinn forsætisráðherra. Sá fjöldi Íslendinga sem hefði kosið að setja eignir sína á lágskattasvæði væri vissulega fordæmalaus en ekkert væri að því að gera það á réttan og löglegan hátt. Það væri hinsvegar verulega í ólagi að gera það ólöglega og sagðist Sigurður Ingi vilja taka tækifærið til að hvetja alla þá sem slíkt gera að koma heim peninga sína og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það þurfi sömuleiðis að fara yfir það á þingi hvort lagaumhverfið sé nægilega gott hvað það varðar. „Við þurfum öll hér inni að axla þá ábyrgð. Það er mín skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég biðst forláts á því að kalla hæstvirtan atvinnuvegaráðherra forsætisráðherra en það er erfitt að átta sig á ráðherraskipan í þessari ríkisstjórn,“ sagði Katrín meðal annars síðar. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gerði siðareglur þingmanna að umræðuefni í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga og spurði hvernig þeim málum yrði háttað í ríkisstjórn hans. „Mig langar til að spyrja út í fílinn í stofunni,“ sagði Óttarr. Við erum hér samankomin í kjölfar algjörs siðrofs í íslenskum stjórnmálum. Þessir dagar hafa verið algjör farsi sem náði hámarki í gærkvöldi með leikriti í stigagangi Alþingisshússins.“ Hann sagði mikla reiði enn í garð ráðamanna hjá almenningi vegna þess. „Því vil ég spyrja, í nýrri útgáfu af ríkisstjórn, hvernig hyggst ráðherra haga málum siðareglna ráðherra? Hvernig mun hann ganga á eftir því að ráðherrar muni sinna þeim málum?“ Sigurður Ingi segir það þurfa að vera skýrt fyrir hvað slíkar reglur standi. Hagsmunaskrá Alþingismanna sé til að mynda ekki nægilega skýr. „Varðandi siðareglur, þá er augljóst að eitt af þeim verkum sem við þurfum að ráðast í sé hvort að sú skráning sé rétt og hvort þær reglur séu nægilega skýrar,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég held að þetta sé eitt af þeim verkefnum sem við verðum að nálgast af auðmýkt.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir trúnaðarbrest milli stjórnmálamanna og almennings í kjölfar uppljóstrunar um eigur Íslendinga í skattaskjólum enn til staðar. Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, segir að skoða þurfi siðareglur þingmanna og hagsmunaskráningu vegna málsins. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Katrín sagði í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við umfjöllun um skattaskjól Íslendinga, meðal annarra fráfarandi forsætisráðherra, ekki hafa verið þau að fordæma þá staðreynd að Íslendingar virðist eiga heimsmet í eignum í skattaskjólum. Á þessu þurfi að taka. „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði hinsvegar þegar hann var spurður að það væri auðvitað talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Katrín og átti við Sigurð Inga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda áfram að verja heimsmet Íslendinga eða ætlar hann að taka upp aðra stefnu í þessu máli?“ Sigurður Ingi sagði í svari sínu meðal annars að hann væri ekki enn orðinn forsætisráðherra. Sá fjöldi Íslendinga sem hefði kosið að setja eignir sína á lágskattasvæði væri vissulega fordæmalaus en ekkert væri að því að gera það á réttan og löglegan hátt. Það væri hinsvegar verulega í ólagi að gera það ólöglega og sagðist Sigurður Ingi vilja taka tækifærið til að hvetja alla þá sem slíkt gera að koma heim peninga sína og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það þurfi sömuleiðis að fara yfir það á þingi hvort lagaumhverfið sé nægilega gott hvað það varðar. „Við þurfum öll hér inni að axla þá ábyrgð. Það er mín skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég biðst forláts á því að kalla hæstvirtan atvinnuvegaráðherra forsætisráðherra en það er erfitt að átta sig á ráðherraskipan í þessari ríkisstjórn,“ sagði Katrín meðal annars síðar. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gerði siðareglur þingmanna að umræðuefni í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga og spurði hvernig þeim málum yrði háttað í ríkisstjórn hans. „Mig langar til að spyrja út í fílinn í stofunni,“ sagði Óttarr. Við erum hér samankomin í kjölfar algjörs siðrofs í íslenskum stjórnmálum. Þessir dagar hafa verið algjör farsi sem náði hámarki í gærkvöldi með leikriti í stigagangi Alþingisshússins.“ Hann sagði mikla reiði enn í garð ráðamanna hjá almenningi vegna þess. „Því vil ég spyrja, í nýrri útgáfu af ríkisstjórn, hvernig hyggst ráðherra haga málum siðareglna ráðherra? Hvernig mun hann ganga á eftir því að ráðherrar muni sinna þeim málum?“ Sigurður Ingi segir það þurfa að vera skýrt fyrir hvað slíkar reglur standi. Hagsmunaskrá Alþingismanna sé til að mynda ekki nægilega skýr. „Varðandi siðareglur, þá er augljóst að eitt af þeim verkum sem við þurfum að ráðast í sé hvort að sú skráning sé rétt og hvort þær reglur séu nægilega skýrar,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég held að þetta sé eitt af þeim verkefnum sem við verðum að nálgast af auðmýkt.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20