Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. apríl 2016 09:59 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. vísir/gva Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við í dag og verður undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, en nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga verður að öðru leyti eins og ráðuneyti fráfarandi forsætisráðherra eftir því sem fréttastofa kemst næst. Búið er að boða til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15. Á þeim fyrri mun ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar láta af störfum og á þeim síðari mun ráðuneyti Sigurðar Inga taka við.Hver er Lilja Alfreðsdóttir? Nýr utanríkisráðherra er alþjóðahagfræðingur að mennt. Hún hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands. Þá var hún ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, eða frá 2014 til 2015.Sjá einnig: Svipmynd Markaðarins af Lilju Alfreðsdóttur Lilja hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010 til 2013. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún kom til starfa í forsætisráðuneytinu á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og var í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varði.Sjá einnig: Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Lilja er fædd 4.október 1973. Hún er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið flokksbundinn framsóknarmaður um árabil og er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa flokksins og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún er mikið félagsmálatröll, og sat meðal annars í stjórn Evrópusamtakanna, en ver frítíma sínum oftast í bústað í eigu fjölskyldunnar í Biskupstungum. Í svipmynd Markaðarins haustið 2014 þegar Lilja tók við sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu nefndi hún fjölskylduna sína, skokk og stangveiði sem áhugamál sín. Fimleikar komu einnig til tals og sú staðreynd að Lilja þjálfaði fimleika síðasta vetur. „Svo finnst mér mjög gaman að lesa bækur. Ég var einmitt að klára bókina Flash Boys eftir Michael Lewis sem fjallar um verðbréfaviðskipti á Wall Street.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfunda í dag Fundirnir verða klukkan 14 og 15. 7. apríl 2016 09:47 Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Lilja Alfreðsdóttir nýr ráðherra. Kosningar í haust. Nýtt vantraust frá stjórnarandstöðunni. Ósætti er innan stjórnarflokkanna um niðurstöðuna. Ekki var kosið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 7. apríl 2016 07:00