Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2016 23:22 Forsætis- og fjármálaráðherra vísir/stöð 2 „Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Af öllu því sem hefur gerst í dag held ég að það séu minnstu fréttirnar hve lengi fudnur þingflokks Sjálfstæðisflokksins stóð,“ segir Bjarni Benediktsson í tíufréttum RÚV. Í kvöld var þess beðið um klukkan sjö að ný ríkisstjórn yrði kynnt til sögunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson létu hins vegar bíða eftir sér í um tvær klukkustundir í kjölfar þess að þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins dróst á langinn. Heimildir herma að einstaka stjórnarþingmenn séu óánægðir með þá niðurstöðu sem fékkst í málið og þá sérstaklega að forsætisráðherrastóllinn félli í skaut Sigurðar Inga Jóhannssonar. Bjarni blés á slíkar fullyrðingar. „Í upphafi þessa samstarfs sömdum við um ákveðna verkaskiptingu. Þá fékk Framsókn forsætisráðuneytið og við fjármálaráðuneytið. Við viljum ekki stokka upp í ráðuneytunum því nú gjörþekkir hver ráðherra sín mál í sínu ráðuneyti.“Ágætis veganesti að byrja á að fella vantraust Álit hafa einnig verið uppi um hvort að nauðsynlegt er að stjórnin sitji áfram til að afgreiða þau mál sem hún á eftir. Forsvarsmönnum hennar hefur verið tíðrætt um afnám hafta en fyrr í dag sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að þau mál heyrðu algerlega undir Seðlabanka Íslands. „Það mál er undir minni forystu. Ég hef starfað að því með forsætis- og fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem ég sit í forsæti og stýri atburðarásinni,“ sagði Bjarni. Sem stendur væri málið í miðri á en framundan væri frumvarp og útboð á komandi vori sem væru nauðsynlegir liðir í afnámi þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og verður því líklega kosið fyrir september eða snemma í þeim mánuði. Það veltur þó á því hvernig gengur að koma málum í gegnum þingið. „Það er aldrei létt verk að framkvæma lýðræðið. Við höfum ítrekað gengið að kjörborðinu frá 2007 til að efla traust til lykilstofnana. Við höfum nú skjótt og með afgerandi hætti brugðist við ákalli um að virkja lýðræðið.“ Fyrir þinginu liggur vantrauststillaga á hina nýju stjórn en Bjarni kvíðir henni ekki. „Það verður ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með. Það er alveg fyrirséð hvernig það fer. Við fögnum öllum tækifærum til að rifja upp það góða starf sem þessi stjórn hefur unnið,“ sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35 „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram á morgun Þrátt fyrir að ný stjórn hafi ekki tekið við er strax komin fram tillaga um vantraust. 6. apríl 2016 21:35
„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Sigurður Ingi Jóhannsson er hvergi banginn við að takast á við starf forsætisráðherra. 6. apríl 2016 22:45
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25