„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2016 22:45 Sigurður og Bjarni í þinghúsinu í kvöld. vísir/ernir „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum sem síðan mun smitast úr í samfélagið,“ sagði verðandi forsætsiráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Tveir ríkisráðsfundir verða á morgun en á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir sig og sína stjórn. Á þeim síðari mun stjórn Sigurðar Inga, stjórn sem varaformaður Vinstri grænna segir „reista á rústum spilltrar stjórnar sem féll fyrir þremur dögum“, taka við. Aðspurður um hvort Sigurður teldi sig njóta nægilegs trausts í samfélaginu til að gegna embætti forsætisráðherra sagði hann að hann vonaðis til þess að traustið muni vaxa eftir því sem á líður. „Það getur vel verið að atburðir undanfarinna daga hafi áhrif [á traust til mín] en það skiptir máli að ég hef alltaf farið rétt með allar staðreyndir. Við ætlum að fara inn í áframhaldandi samstarf á sama sáttmála og klára stóru verkefnin sem skipta þjóðina mestu máli,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra flokksins en ekki er enn ljóst við hvaða embætti hún tekur. Hún var tilnefnd af formanni flokksins, og fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. „Það er þannig í Framsóknarflokknum að formaður hans leggur til ráðherraskipanina og hún var samþykkt af flokknum,“ sagði Sigurður. Hann bætti við að Lilja væri mjög öflug og þingmenn flokksins þekki hana vel af öflugum störfum hennar úr ráðuneytinu. „Við treystum henni vel til allra verka.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum sem síðan mun smitast úr í samfélagið,“ sagði verðandi forsætsiráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Tveir ríkisráðsfundir verða á morgun en á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir sig og sína stjórn. Á þeim síðari mun stjórn Sigurðar Inga, stjórn sem varaformaður Vinstri grænna segir „reista á rústum spilltrar stjórnar sem féll fyrir þremur dögum“, taka við. Aðspurður um hvort Sigurður teldi sig njóta nægilegs trausts í samfélaginu til að gegna embætti forsætisráðherra sagði hann að hann vonaðis til þess að traustið muni vaxa eftir því sem á líður. „Það getur vel verið að atburðir undanfarinna daga hafi áhrif [á traust til mín] en það skiptir máli að ég hef alltaf farið rétt með allar staðreyndir. Við ætlum að fara inn í áframhaldandi samstarf á sama sáttmála og klára stóru verkefnin sem skipta þjóðina mestu máli,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra flokksins en ekki er enn ljóst við hvaða embætti hún tekur. Hún var tilnefnd af formanni flokksins, og fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. „Það er þannig í Framsóknarflokknum að formaður hans leggur til ráðherraskipanina og hún var samþykkt af flokknum,“ sagði Sigurður. Hann bætti við að Lilja væri mjög öflug og þingmenn flokksins þekki hana vel af öflugum störfum hennar úr ráðuneytinu. „Við treystum henni vel til allra verka.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25