„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2016 22:45 Sigurður og Bjarni í þinghúsinu í kvöld. vísir/ernir „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum sem síðan mun smitast úr í samfélagið,“ sagði verðandi forsætsiráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Tveir ríkisráðsfundir verða á morgun en á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir sig og sína stjórn. Á þeim síðari mun stjórn Sigurðar Inga, stjórn sem varaformaður Vinstri grænna segir „reista á rústum spilltrar stjórnar sem féll fyrir þremur dögum“, taka við. Aðspurður um hvort Sigurður teldi sig njóta nægilegs trausts í samfélaginu til að gegna embætti forsætisráðherra sagði hann að hann vonaðis til þess að traustið muni vaxa eftir því sem á líður. „Það getur vel verið að atburðir undanfarinna daga hafi áhrif [á traust til mín] en það skiptir máli að ég hef alltaf farið rétt með allar staðreyndir. Við ætlum að fara inn í áframhaldandi samstarf á sama sáttmála og klára stóru verkefnin sem skipta þjóðina mestu máli,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra flokksins en ekki er enn ljóst við hvaða embætti hún tekur. Hún var tilnefnd af formanni flokksins, og fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. „Það er þannig í Framsóknarflokknum að formaður hans leggur til ráðherraskipanina og hún var samþykkt af flokknum,“ sagði Sigurður. Hann bætti við að Lilja væri mjög öflug og þingmenn flokksins þekki hana vel af öflugum störfum hennar úr ráðuneytinu. „Við treystum henni vel til allra verka.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum sem síðan mun smitast úr í samfélagið,“ sagði verðandi forsætsiráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Tveir ríkisráðsfundir verða á morgun en á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir sig og sína stjórn. Á þeim síðari mun stjórn Sigurðar Inga, stjórn sem varaformaður Vinstri grænna segir „reista á rústum spilltrar stjórnar sem féll fyrir þremur dögum“, taka við. Aðspurður um hvort Sigurður teldi sig njóta nægilegs trausts í samfélaginu til að gegna embætti forsætisráðherra sagði hann að hann vonaðis til þess að traustið muni vaxa eftir því sem á líður. „Það getur vel verið að atburðir undanfarinna daga hafi áhrif [á traust til mín] en það skiptir máli að ég hef alltaf farið rétt með allar staðreyndir. Við ætlum að fara inn í áframhaldandi samstarf á sama sáttmála og klára stóru verkefnin sem skipta þjóðina mestu máli,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra flokksins en ekki er enn ljóst við hvaða embætti hún tekur. Hún var tilnefnd af formanni flokksins, og fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. „Það er þannig í Framsóknarflokknum að formaður hans leggur til ráðherraskipanina og hún var samþykkt af flokknum,“ sagði Sigurður. Hann bætti við að Lilja væri mjög öflug og þingmenn flokksins þekki hana vel af öflugum störfum hennar úr ráðuneytinu. „Við treystum henni vel til allra verka.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25