Innlent

Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Höskuldur Þórhallsson í þinghúsinu í kvöld.
Höskuldur Þórhallsson í þinghúsinu í kvöld. vísir
Höskuldur Þórhallson var eini þingmaður Framsóknarflokksins sem studdi ekki tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, um að hann myndi víkja sæti sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður, taka við því embætti.

Í viðtali við Svein Arnarsson, fréttamann 365, í þinghúsinu í kvöld sagði Höskuldur að hann hefði ekki stutt tillöguna vegna þess að hann taldi ekki að hún myndi leysa vandann eins og hún var lögð fram í heild sinni.

Segja má að Höskuldur hafi að vissu leyti stolið senunni í þinghúsinu í kvöld þegar hann hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðunni af fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar hann rölti niður stigann og mætti hópi fjölmiðlamanna.

Uppákomuna má sjá hér að neðan.

Höskuldur sagði niðurstöðuna þá að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og um það væri einhugur í flokknum. Þá sagði hann að Lilja Alfreðsdóttir væri einnig ráðherraefni Framsóknarflokksins. Ekki lægi fyrir hvenær efnt yrði til kosninga en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur er enn á fundi.

Nefndi Höskuldur að Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni flokksins áður en hann áttaði sig á því að fjölmiðlamenn hefðu ekki fengið þau tíðindi. Staðfesti hann í kjölfarið að Sigurður Ingi væri forsætisráðherraefni flokksins.

Frægt er orðið þegar Höskuldur var tilkynntur sem nýr formaður Framsóknar árið 2009, of snemma. Í ljós kom að um ranga tilkynningu var að ræða og var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útnefndur formaður flokksins eins og sjá má nánar hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×