Það var Dorrit Moussaieff sem vildi út í geim, ekki eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Mbl. greinir frá.
Talsvert uppnám hefur orðið eftir að Vísir greindi frá viðtali sem Daily Mail tók við Richard Branson, eiganda Virgin Galaxy; en Branson greindi frá því að Anna Sigurlaug hefði, daginn eftir að tilraunageimflaug hans sprakk, hringt í sig og pantað far út í geim. (Sjá meðfylgjandi fréttir.)
Þessi misskilniungur hefur valdið verulegum titringi í herbúðum Sigmundar Davíðs og tjáði hann sig furðu lostinn á Facebooksíðu sinni um þessi tíðindi; að þetta væri fullkomlega úr lausu lofti. Hann rauf þar þögnina, en hann hefur ekki tjáð sig eftir að hann steig niður úr stóli forsætisráðherra. Skal engan undra að þessi tíðindi, sem virðast sem sagt á þessum misskilningi byggð, hafi komið verulega flatt uppá þau hjónin.
Mbl beindi fyrirspurn til Örnólfs Thorssonar, forsetaritara, sem segir að Dorrit og Richard Branson sé einmitt góðvinur Dorritar, að þau hafi þekkst í langan tíma.
„Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur í samtali við mbl.is
