Þetta var þúsundasti sigurleikur Tim Duncan á ferli sínum í NBA-deildinni og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því sögu deildarinnar.
Hinir tveir eru Kareem Abdul-Jabbar (1074 sigurleikir) og Robert Parish (1014 sigurleikir) en Tim Duncan er á eini sem hefur unnið þúsund leiki með einu og sama liðinu.
Duncan hafði bætti met John Stockton (953) í nóvember yfir flesta sigurleiki með einu félagi.
Tim Duncan hefur spilað í NBA síðan 1997 en með hann innanborðs hefur San Antonio Spurs unnið 50 leiki eða fleiri á öllum árum nema því sem var stytt vegna verkfalls leikmanna.
Tim Duncan var rólegur í þessum þúsundasta sigurleik sínu, skoraði 3 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot.
Tim Duncan hefur verið að bæta við afrekskrána í vetur en í mars varð hann aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær að taka 15 þúsund fráköst.
Duncan og Abdul-Jabbar eru nú þeir einu í sögunni með að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund stig, fimmtán þúsund fráköst og þrjú þúsund varin skot.
Það setur þessa þúsund sigurleiki kannski í smá samhengi að Tim Duncan hefur unnið fleiri sigra í NBA en eftirtalin félög: Charlotte (912), Minnesota (843), Toronto (730), Memphis (694) og New Orleans (527).
Annað gott dæmi til samanburðar er að Michael Jordan spilaði samtals 930 leiki með Chicago Bulls.
ICYMI: Tim Duncan picked up career win number 1,000, becoming 3rd player in NBA history to reach the feat. pic.twitter.com/psg4Zwqb6w
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 6, 2016