Erfitt að henda reiður á því sem er að gerast Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:15 Danskur blaðamaður segir Dani fylgjast grannt með gangi mála hér á landi og að fréttir frá Íslandi séu í aðalhlutverki í dönskum fréttatímum þessa dagana. Vísir Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla. Panama-skjölin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla.
Panama-skjölin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira