Ef sami gangur verður í undirskriftum í dag má búast við því að undirskriftasöfnunin nái þrjátíu þúsund undirskriftum áður en langt um líður. Íslendingar hafa lýst yfir óánægju með tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og konu hans við umræðu um skattaskjól og aflandsfélög en Sigmundur Davíð er prókúruhafi félagsins Wintris ehf. sem staðsett er á Tortóla-eyjum. Kona hans er skráður eigandi félagsins.

Sigmundur Davíð fundaði með Bjarna Benediktssyni í morgun og hélt þvínæst rakleiðis á Bessastaði. Hér má fylgjast með hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem er í beinni frá forsetabústaðnum.