Erlent

OECD vill uppræta skattaskjól í heiminum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD.
Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD. vísir/GVA
Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir Panamaskjölin hafa varpað ljósi á menningu og starfshætti Panama þar sem leynd hvílir yfir. OECD gaf út yfirlýsingu í gær um Panamaskjölin.

OECD hefur, frá árinu 2009, unnið með G20 ríkjunum í að uppræta aðgerðir aðila við undanskot skatta. „Við höfum statt og stöðugt varað við áhættu af löndum eins og Panama sem starfa ekki í samræmi við alþjóðlega staðla um gegnsæi skatta,“ segir Gurría.

Gurría segir einnig að við gerð alþjóðlegra staðla og skuldbindinga sé verkið einungis hálfnað, en miklu máli skipti að framkvæmdin verði árangursrík. „Nú er tími til kominn að sjá til þess að ekkert lögsagnarumdæmi geti notið góðs af því að standa ekki við skuldbindingar sínar,“ sagði Gurría.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×