Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar segir Íslendinga þurfa sjálfa að ákveða hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sitji áfram í stóli forsætisráðherra.
Hann sagði ennfremur að í Svíþjóð þætti ólíðandi að flækjast í hneykslismál af þessum toga.
„Frá sjónarhóli Svía, þeirra viðhorfa sem eru ráðandi hér, þá þætti ótækt að flækjast í slík hneyklismál og þetta bendir til græðgi hjá viðkomandi,“ sagði Löfven í viðtalinu við SVT.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Forsætisráðherra Svía: Viðhorf íslenskra ráðmanna bendir til græðgi
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
