Innlent

„Á sama stað og 11. október 2008“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðmundur Gunnarsson var mættur á Austurvöll til að mótmæla.
Guðmundur Gunnarsson var mættur á Austurvöll til að mótmæla. Vísir
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði í viðtali við Vísi.is að íslenska þjóðin væri á sama stað og 11. október árið 2008. Þar vísaði hann í upphaf þeirrar baráttu sem átti sér stað á strax eftir að þáverandi forsætisráðherra bað Guð um að blessa íslensku þjóðina í sjónvarpsútsendingu þegar ljós var orðið að bankarnir væru á leið í þrot.

„Sú barátta endaði með nýrri stjórnarskrá og hreyfingu sem við héldum að myndi ná alla leið," sagði Guðmundur. „Núna erum við með ríkisstjórn sem talar í erlendum fjölmiðlum um hversu dugleg við erum og hvað við séum að ná miklum árangri. Svo erum við að heyra af því að þessir sömu menn séu að taka peningana okkar, gengisfella laun okkar, og flytja þá yfir á sína eigin reikninga í öðru hagkerfi. Á meðan banna þeir okkar að komast út úr krónuhagkerfinu. Þeir geta gengisfellt launin okkar aftur og aftur og við sitjum í sömu súpunni“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×