Innlent

Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól

Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
"Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.
"Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Vísir/Valli
„Ég bendi einfaldlega á að skattaskjól er það þegar menn leyna eignum til að forða þeim frá sköttum. Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu, “ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í dag er hann svaraði fyrirspurnum þingmanna stjórnarandstöðunnar vegna Wintris-málsins og þeirra upplýsinga sem í ljós hafa í komið í kjölfar Panama-lekans.

„Svíþjóð hefur verið nefnt skattaskjól því þar hafa menn geymt fjármagn. Skattaskjól eru ekki skilgreind eftir hvaða landi heldur hvort menn greiði alla skatta sem þeir eiga sannarlega að greiða,“ sagði forsætisráðherra eftir fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkinngar sem spurði hvort að forsætisráðherra hafi ætlað sér að segja að Tortóla væri ekki skattaskjól.

„Ríkisskattstjóri hefur úrskurðað að Tortóla sé skattaskjól. Ætlar hann að halda því fram að hvítt sé svart?,“ sagði Helgi Hjörvar. „Forsætisráðherra leyndi upplýsingum um gríðarlega hagsmuni sína bæði þegar hann var skráður eigandi og eftir að það var leiðrétt. Svíþjóð er ekki á skrá fjármálaráðuneytis yfir skattaskjól,“ sagði Helgi Hjörvar.

„Ég get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við að háttvirtur þingmaður geri ráð fyrir að, ég eða eiginkona mín höfum átt eignir í skattaskjóli. Það er ekki rétt. Það hefur verið greitt af þeim frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð sem þvertók fyrir það að Wintris sé aflandsfélag í skattaskjóli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×