Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 14:50 Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Í henni segir að Heimdallur muni ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs enda sé alvarleiki málsins slíkur að honum er ekki sætt á stóli forsætisráðherra. „Ekki kemur annað til greina en Sigmundur Davíð segi af sér embætti. Hann hefur nú þegar stórskaðað íslenska hagsmuni. Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.“ Í yfirlýsingu Heimdallar er ekkert minnst á formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, en hann átti einnig fjármuni í aflandsfélagi. Í umfjöllun Kastljóss í gær var greint frá því að félagið hafi ekki verið afskráð að fullu árið 2012. Í viðtali við mbl.is í dag segir Bjarni ekki kunna skýringar á því enda hafi hann ekki séð nein gögn um það. Þá er heldur ekkert minnst á Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, eða Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en fram hefur komið að þau hafi bæði tengst aflandsfélögum. Þannig á Júlíus Vífill vörslusjóð sem skráður er á Panama en Júlíus hefur sagt að sjóðurinn hafi verið stofnaður sem eftirlaunasjóður. Í samtali við Vísi segir Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, að þessir þrír sjálfstæðismenn þurfi að skýra sín mál betur fyrir þjóðinni. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Í henni segir að Heimdallur muni ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs enda sé alvarleiki málsins slíkur að honum er ekki sætt á stóli forsætisráðherra. „Ekki kemur annað til greina en Sigmundur Davíð segi af sér embætti. Hann hefur nú þegar stórskaðað íslenska hagsmuni. Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.“ Í yfirlýsingu Heimdallar er ekkert minnst á formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, en hann átti einnig fjármuni í aflandsfélagi. Í umfjöllun Kastljóss í gær var greint frá því að félagið hafi ekki verið afskráð að fullu árið 2012. Í viðtali við mbl.is í dag segir Bjarni ekki kunna skýringar á því enda hafi hann ekki séð nein gögn um það. Þá er heldur ekkert minnst á Ólöfu Nordal, varaformann flokksins, eða Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en fram hefur komið að þau hafi bæði tengst aflandsfélögum. Þannig á Júlíus Vífill vörslusjóð sem skráður er á Panama en Júlíus hefur sagt að sjóðurinn hafi verið stofnaður sem eftirlaunasjóður. Í samtali við Vísi segir Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, að þessir þrír sjálfstæðismenn þurfi að skýra sín mál betur fyrir þjóðinni.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48