Innlent

„Bjarni ætti að vera löngu kominn heim úr fríinu sínu“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, er hneyksluð á því að heimkomu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra úr páskafríi hans hafi frestast.

Bjarni var væntanlegur til landsins í morgun en samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarkonu hans, varð seinkun á tengiflugi hans innan Bandaríkjanna sem olli því að hann missti af fluginu til Íslands.

„Undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði Bjarni átt að vera löngu kominn heim úr fríinu sínu,“ segir Birgitta á Facebook-síðu sinni.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis.

„Hvernig getur Bjarni réttlætt páskafrí í fullri lengd á svona örlagatímum? Allir hafa vitað af Kastljósþættinum í tæpa viku. Hvers konar afneitun er þetta á alvarleika málsins?“

Bjarni missir því af fyrsta þingfundi eftir páskafrí sem hefst klukkan 15. Þar mun stjórnarandstaðan leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof og kosningar.

Bjarni hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×