Stórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun í hádeginu í dag ræða aflandsfélög og hæfi ráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Alþingis, en fjallað var um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris í Kastljósi á RÚV í gær.
Þar var greint frá því að Sigmundur Davíð hefði verið annar eigandi Wintris ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, allt þar til hann seldi henni helmingshlut sinn í félaginu á einn dollara á gamlársdag 2009, degi áður en ný skattalög sem sneru að aflandsfélögum tóku gildi.
Þingfundur hefst klukkan 15 í dag þar sem óundirbúnar fyrirspurnir eru á meðal dagskrárliða. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17 til að krefjast afsagnar forsætisráðherra vegna málsins en yfir 7000 manns hafa boðað komu sína.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)