Breski ríkismiðillinn BBC segir frá því að kallað sé eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hann átti 50 prósenta hlut í félaginu Wintris en seldi hlut sinn konu sinni átta mánuðum eftir að hann settist á þing. BBC fjallar ítarlegar um málið hér.
![](https://www.visir.is/i/9EA1E7499A528DC7F4AC980A0D3E7C457CCC354921AF9460F4E0FD057F3FE12C_390x0.jpg)
Sjá: Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris
Guardian fjallar sérstaklega um viðtalið og útgöngu Sigmundar. Þar er birt klippa úr viðtalinu þar sem Sigmundur lætur eins og hann þekki ekkert til Wintris. „Ég veit ekki hvernig þessir hlutir virka,“ segir Sigmundur þegar hann er spurður út í félagið Wintris.
![](https://www.visir.is/i/0E8CACE5C0F3114D2687DB450E73818140F226233438E6D16B501289B5A64FEA_390x0.jpg)
Indian Express fjölmiðill á Indlandi fjallar ítarlega um Sigmund Davíð og fullyrðingar hans um að hart yrði tekið á skattsvikurum í kjölfar hrunsins en á sama tíma hafi hann falið fé sitt í skattaskjóli.
Sænski miðillinn YLE segir frá málinu, allt frá viðtalinu við Sigmund að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur um afsögn ríkisstjórnarinnar.
Þá er Sigmundur Davíð efni fréttar á vefnum Sunday Express sem er fréttamiðill í Trinidad í Suður-Ameríku: „Forsætisráðherra Íslands forðast að svara fyrirspurnum en svarið nær til hans að lokum. Hann komst til valda eftir fjárhagslegt hrun þjóðarinnar á meðan hann faldi milljónirnar sínar frá íslenskum bönkum á aflandseyjum.“
Sunday Express í Bretlandi smellir í fyrirsögn sem hefst á orðinu: „Busted“ eða „Gripinn“. Þar er sagt frá því að Sigmundur sé á barmi þess að segja af sér og að hann verði krafinn um þingrof og kosningar. Afhjúpunin sem felst í skjölunum er sögð sjokkerandi.
Franski miðillinn Le Monde nefnir sérstaklega smæð Íslands í frétt sinni um málið en 600 af 329 þúsund Íslendingum eru nefndir á nafn í Panama-skjölunum.
Um hundrað fjölmiðlar fjalla um málið í dag. Þetta er umfangsmesti gagnaleki síðari tíma.
Fjölmargir hafa tíst um Panama-gögnin síðan þau voru birt á netinu fyrir stuttu.
„Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig grundvallarspurninga um hvernig samfélag menn vilja hafa á Íslandi. Í leiðinni má svara því hvort menn vilja vera aðhlátursefni á alþjóðavettvangi fyrir að vera vanþróað skrælingjaafbrigði af lýðræðissamfélagi,“ skrifaði Kristinn.
Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig...
Posted by Kristinn Hrafnsson on Sunday, April 3, 2016